Kjarvalsstofa

Sumarið 2002 var opnuð á efri hæð Fjarðarborgar sýningin „Jói í Geitavík" en þessi Jói er Jóhannes Sveinsson Kjarval. Kjarval kom til Borgarfjarðar á fimmta ári og bjó hér hjá frændfólki sínu í Geitavík þar til hann fór til náms til Reykjavíkur 16 ára gamall. Hann sýndi æskustöðvunum hér ávallt mikla tryggð og málaði margar myndir hér. Þekktust er eflaust altaristaflan í Bakkagerðiskirkju (sjá neðar). Sýningin í Kjarvalsstofu er fyrst og fremst sett upp til að sýna tengsl Kjarvals við heimahagana og um leið til að sýna tengsl hans við staðinn. „Í leit að landslagi" er verkefni tengt Kjarvalsstofu en þar gefst fólki kostur að sjá nokkra staði sem tengjast Kjarval hér. Stikuð er leið að „smalakofa Kjarvals" sem er nokkuð uppi í fjallinu ofan við Geitavík. Þá er hægt að skoða nokkur listaverk meistarans úti í náttúrunni þar sem hann málaði þau.

 

Kjarvalsstofa

Félagsheimið Fjarðaborg

720 Borgjarfjörður eystri

Sími/Netfang/Veffang:  (+354) 862-6163 / Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   / www.kjarvalsstofa.is