Egilsstaðir

Egilsstaðir er einn af yngstu þéttbýlisstöðum landsins en fékk bærinn kaupstaðaréttindi árið 1947. Síðan þá hefur bærinn þróast upp í að verða megin þjónustu- og verslunarmiðstöð Austurlands. Á Egilsstöðum er alþjóðlegur flugvöllur auk þess sem áætlunarferðir með tengingu við alla þéttbýlisstaði á Austurlandi stoppa þar. Þar sem farþegar Norrænu keyra í gegnum Egilsstaði myndast oft mjög líflegir dagar í verslunum og á veitingastöðum bæjarins.  Þjónusta við ferðamenn er fyrsta flokks á Egilsstöðum.  Upplýsingamiðstöð, veitingastaðir, hótel, handverkshús, menningarmiðstöð, golfvöllur, sundlaug, íþróttahús og fleira.

Mælt er með:

• Fara á Minjasafn

• Göngutúr um Selskóg

• Fara í sund

• Heimsókn í menningarmiðstöð

• Njóta austfirskra krása

• Fara á hestbaki