Fljótsdalshérað

"Fljótsdalshérað" eða "Hérað", nær yfir 9,400 km2 svæði, tæplega 10% af Íslandi. Landslag skartar sínu fegursta á þessu svæði.  Snæfell annað hæsta fjall Íslands ríkir yfir hálendið.  Frá jöklabörðu landslagi Möðrudals að votlendissvæðum strandarinnar og litríkum eldfjallarústum að ógleymdri Stórurð eitt af undrum jarðarinar og Hallormsstaðaskógi, stærsta skógi landsins.  Jökuldalur, Fljótsdalur og Skriðdalur hafa lengi verið þekkt fyrir náttúrufegurð, veðurblíðu og mikið skóglendi.  Menningarsetrið og sögustaðurinn Skriðuklaustur er í Fljótsdal þar sem nýverið var opnuð gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs .  Íslensku hreindýrin eru algeng sjón um Héraðið og á Húsey - Úthérað eru heimkynni sela og fugla.

Mælt er með:

• Viðkoma á Möðrudal

• Skoða Skessugarð

• Hreindýrasafnið Skjöldólfsstöðum 

• Viðkoma á Klausturseli 

• Baða sig í Laugarvalladal

• Hreindýr

• Viðkoma á Sámsbar, Aðalból

• Skoða stærsu stíflu í Evrópu við Kárahnjúka

• Klifra Snæfell

• Fuglaskoðun og hestaferðir á Húsey 

• Gönguferð að Stórurð og Dyrfjöll